Of góð til að vinna í banka

Evrur í evrópskum banka.
Evrur í evrópskum banka. HEINZ-PETER BADER

Þýskur bankastarfsmaður sem tók það upp hjá sjálfum sér að millifæra fé af reikningum ríkra viðskiptavina bankans yfir á reikninga fátækra, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Starfsmaðurinn, sem er 62 ára gömul kona, hefur verið kölluð Banka-Hrói Höttur. Hún millifærði meira en sjö milljónir evra, um 1,3 milljarða króna, í 117 færslum. Dómstóll í Bonn taldi sannað að konan hefði ekki tekið neitt af peningunum fyrir sjálfa sig.

Bankinn skilaði tapi upp á meira en 1,5 milljónir evra þegar fátækir viðskiptavinir hans gátu ekki borgað af yfirdrætti sínum í kreppunni. Konan var einnig sökuð um að hækka yfirdráttarheimildir fátækra viðskiptavina sem strangt til tekið uppfylltu ekki skilyrði þess að fá slíkar heimildir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar