Versta sakamannateikning í heimi bar árangur

Teikningin af morðingjanum.
Teikningin af morðingjanum.

Teikning, sem fjölmiðlar í Bólivíu birtu af meintum morðingja, var hefur farið eins og eldur í sinu um netið og eru menn almennt sammála um að þetta sé versta teikning af þessu tagi, sem gerð hafi verið. Alls óvænt hefur lögreglan í Bólivíu nú handtekið mann með aðstoð teikningarinnar.

Myndin var birt eftir að leigubílstjóri að nafni Rafael Vargas var myrtur með hrottalegum hætti. Kona, sem var sjónarvottur að morðárásinni, teiknaði myndina.

Bloggarar líktu teikningunni við myndir af fuglahræðunni í kvikmyndinni um galdrakarlinn í Oz. Myndskeið úr fréttatíma brasilískrar sjónvarpsstöðvar, þar sem þulurinn les frétt um morðið og birtir teikninguna, hefur slegið í gegn á  netinu.

En nú hefur lögregla handtekið 23 ára gamlan karlmann, sem grunaður er um morðið. Lögreglumenn hafa fært manninn í handjárnum fyrir fréttaljósmyndara. Hins vegar er bannað með lögum, að upplýsa um nöfn grunaðra afbrotamanna og því hafa nokkrir bólivískir netmiðlar birt myndir af manninum þar sem teikningin hefur verið sett í staðinn fyrir andlit hans.  

Myndskeið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar