Tapaði 110 milljónum á einu spili

Svíi nokkur, sem var að spila póker á netinu, setti met sem hann hefði sennilega viljað sleppa við. Hann tapaði nefnilega 900 þúsund dölum, jafnvirði 110 milljóna króna, á einu spili.

Að sögn sænska viðskiptablaðsins Dagens Industri lagði Svíinn, sem spilaði undir nafninu Isildur1, mikið undir í von um að hinir spilararnir myndu pakka. En Finninn Patrik Antonius ákvað að sjá Svíann og vann 900 þúsund dali í einu spili.

Isildur1 vildi hins vegar ekki gefast upp og hélt áfram að spila. Þegar hann stóð loks upp frá tölvunni hafði hann tapað 2,7 milljónum dala, jafnvirði 330 milljónum króna.  

Isildur1 hefur þó væntanlega verið borgunarmaður fyrir þessu því að sögn Bluff Magasin námu vinningar hans á árinu 2009 jafnvirði  245 milljónum króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar