Boðflennurnar hittu víst Obama

Vel fór á með Barack Obama og Michaelle Salahi sem …
Vel fór á með Barack Obama og Michaelle Salahi sem laumaði sér óboðin í veislu Hvíta hússins.

Áfram heldur hið sérkennilega mál boðflennanna í veislu Hvíta hússins. Nú hefur komið í ljós að hjónin óforskömmuðu hittu Barack Obama, þvert á yfirlýsingar leyniþjónustunnar um að þau hafi aldrei komist nálægt forsetanum og því hafi honum aldrei stafað hætta af yfirsjón öryggisgæslunnar. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir leyniþjónustuna.

Hvíta húsið hefur nú sent frá sér mynd sem sýnir Michaelle Salahi alsæla í handabandi með Obama og í bakgrunni má sjá forsætisráðherra Indlands, sem var heiðursgestur boðsins. Salahi hjónin eru c-stjörnur úr raunveruleikasjónvarpsþáttum og var ekki boðið til veislunnar. 

Leyniþjónustan hefur nú tekið á sig alla sök fyrir uppákomunni og segjast í tilkynningu hafa bæði djúpar áhyggjur af og skammast sín fyrir að þetta hafi getað gerst. Áður hafði talsmaður leyniþjónustunnar, Jim Mackin, lýst því yfir að hjónin verði hugsanlega kærð fyrir glæpsamlega hegðun. Nú þykir hinsvegar ljóst að leyniþjónustan fylgdi ekki eigin öryggisreglum um gæslu forsetans. Talsmenn Hvíta hússins hafa þó lýst því yfir að Obama hafi enn fullt traust á leyniþjónustunni.

Salahi hjónin virðast því ætla að sleppa með skrekkinn og þakka sumir þeim kærlega fyrir að hafa með sakleysislegum hætti sýnt fram á galla í öryggisgæslu forsetans, þótt það hafi sennilega ekki verið markmið þeirra þegar þau smygluðu sér í partýið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir