Sjö leiðir til að forðast innbrot um jólin

Einföld atriði eins og að hafa ljósin kveikt og rusl …
Einföld atriði eins og að hafa ljósin kveikt og rusl í ruslafötunni geta fælt innbrotsþjófa frá. Morgunblaðið/Ómar

Innbrot eru jafnan tíð um jól og áramót því þegar fjölmargir fara að heiman til að fagna hátíð ljóss og friðar með ástvinum eru aðrir sem nýta tækifærið og brjótast inn á tóm hús.  Í Danmörku má búast við því að hátt í 1.000 heimili verði rænd yfir jólahátíðirnar og hefur danska blaðið Jyllandsposten tekið saman 7 einföld atriði sem margir klikka á og jafngildir því nánast að opna dyrnar upp á gátt fyrir innbrotsþjófum.

 
1. Ekki segja frá jólafríinu þínu á Facebook
Innbrotsþjófar fylgjast oft náið með Facebook og eru alveg jafn spenntir og þú yfir að þú sért að fara burt yfir jólin.

2. Vertu með þjófavörn
Innbrotsþjófar eru mjög þakklátir þeim sem ekki hafa þjófavörn, þar sem slík vörn fælir meirihluta innbrotsþjófa í burtu.

3. Ekki hafa hvít jól á dyraþrepinu
Innbrotsþjófar elska hvít jól og sérstaklega ef þú gleymir að biðja nágrannann um að ryðja brautina heim að húsinu þínu, því það er skýrt merki um að þú sért ekki heima.

4. Fáðu staðgengil á bílaplanið 
Þetta er skýrt merki um að enginn sé heima. Þeir sem eru sniðugir fá nágranna sem eiga tvo bíla til að leggja öðrum þeirra í innkeyrsluna hjá sér á meðan þeir eru í burtu.

5. Fylltu ruslafötuna
Á tímum þegar öll venjuleg heimili losa sig við hrúgur af rifnum jólapappír, karamellupappír og matarafgöngum er heldur grunsamlegt að ruslafatan sé galtóm til lengdar. Nágranninn verður örugglega feginn að fá að losa svolítið af sínu rusli í þína tunnu ef þú biðlar til hans.

6. Mundu að jólin eru hátíð ljóssins
Heimili sem ekki er upplýst yfir jólin gæti allt eins haft á sér risastór neonskilti þar sem á stendur "Velkomnir innbrotsþjófar". Ef þú kveikir á nokkrum lömpum með sparperum og hefur seríuna í gangi er innbrotsþjófurinn mun líklegri til að leita annað.

7. Þögn er sama og samþykki
Algjör þögn hljómar eins og fegursta tónlist í eyrum innbrotsþjófa sem vita að án jólasálma og skvaldurs er líklegt að þjófnum finnist þess virði að kanna húsið aðeins betur. Með því einu að skilja útvarpið eftir í gangi á meðan þú ferð burt geturðu tryggð að fæstir innbrotsþjófar hætta sér nær. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir