Lögreglan lagði Lamborghini í rúst

Bifreiðin sem var máluð í hvítum og bláum litum ítölsku …
Bifreiðin sem var máluð í hvítum og bláum litum ítölsku lögreglunnar, var gjöf frá ítalska bílaframleiðandanum árið 2004. Hún var sex gíra með 500 hestafla vél sem var fjórar sekúndur í hundraðið úr kyrrstöðu.

Dýrasta bifreið ítölsku lögreglunnar er ónýt eftir árekstur. Um er að ræða 30 milljóna króna Lamborghini sportbifreið. „Mamma mía!“ myndu eflaust margir Ítalir segja.

Áreksturinn varð skammt frá bænum Cremona á Norður-Ítalíu, en bifreiðin hafði verið þar til sýnis á samkomu námsmanna sem eru í atvinnuleit.

Fréttir herma að ökumaður lögreglubifreiðarinnar hafi orðið að taka krappa beygju til að komast hjá árekstri, þar sem önnur bifreið ók í veg fyrir hana. Lögreglubifreiðin hafnaði hins vegar á tveimur kyrrstæðum bílum og er sögð vera ónýt.

Tveir lögreglumenn voru í bílnum. Annar þeirra rifbeinsbrotnaði en hinn marðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar