Lögreglan lagði Lamborghini í rúst

Bifreiðin sem var máluð í hvítum og bláum litum ítölsku …
Bifreiðin sem var máluð í hvítum og bláum litum ítölsku lögreglunnar, var gjöf frá ítalska bílaframleiðandanum árið 2004. Hún var sex gíra með 500 hestafla vél sem var fjórar sekúndur í hundraðið úr kyrrstöðu.

Dýr­asta bif­reið ít­ölsku lög­regl­unn­ar er ónýt eft­ir árekst­ur. Um er að ræða 30 millj­óna króna Lam­borg­hini sport­bif­reið. „Mamma mía!“ myndu ef­laust marg­ir Ítal­ir segja.

Árekst­ur­inn varð skammt frá bæn­um Cremona á Norður-Ítal­íu, en bif­reiðin hafði verið þar til sýn­is á sam­komu náms­manna sem eru í at­vinnu­leit.

Frétt­ir herma að ökumaður lög­reglu­bif­reiðar­inn­ar hafi orðið að taka krappa beygju til að kom­ast hjá árekstri, þar sem önn­ur bif­reið ók í veg fyr­ir hana. Lög­reglu­bif­reiðin hafnaði hins veg­ar á tveim­ur kyrr­stæðum bíl­um og er sögð vera ónýt.

Tveir lög­reglu­menn voru í bíln­um. Ann­ar þeirra rif­beins­brotnaði en hinn marðist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir