Eftirlitsmyndavélar náðu myndum af tveimur mönnum sem rændu verslun í París nýverið. Fram kemur í frönskum fjölmiðlum að ræningjarnir séu lögreglumenn.
Ræningjarnir ræddu við eiganda verslunarinnar og báðu hann um sýna sér skilríki. Þegar eigandinn brá sér frá stundarkorn byrjuðu mennirnir að tæma skúffur í versluninni. Þeir sjást m.a. setja farsímakort í poka á meðan eigandinn er fjarverandi. Til minniháttar átaka kom þegar hann sneri aftur, en ræningjarnir náðu hins vegar að komast undan.
Málið er í rannsókn.