Dvelja lengur á „hótel mömmu“

Þeir gerast vart ítalskari en rómverski riddarinn Francesco Totti, leikmaður …
Þeir gerast vart ítalskari en rómverski riddarinn Francesco Totti, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í knattspyrnu. Eflaust má gera má ráð fyrir að samband hans við móður sína sé gott. Reuters

Karlmenn í Miðjarðarhafslöndum dvelja sífellt lengur í foreldrahúsum. Skv. nýrri evrópskri rannsókn eiga þeir erfiðara með að standa á eigin fótum þar sem þeir hafa vanist því, og hefð er orðin fyrir, að hafa það svo gott á „hótel mömmu“.

Samkvæmt tölum sem Evrópusambandið hefur birt búa búlgarskir karlmenn lengst heima hjá foreldrum sínum. Rannsóknin, sem var gerð árið 2007, náði til 24 landa. Ungir Ítalir dvelja lengur hjá mömmu og pabba vegna sögulegra ástæðna, segir í rannsókn ESB.

Búlgarskir karlmenn eru að meðaltali 31 árs og sex mánaða þegar þeir fljúga úr hreiðrinu. Ítalskir karlmenn yfirgefa hótel mömmu litlu fyrr, eða rétt fyrir 31 árs afmæli sitt að meðaltali.

Eldri kannanir, sem eru þó ekki alveg sambærilegar, sýna fram á að ítalskir karlmenn hafi verið dvalið lengst heima hjá sér.

Skv. rannsókninni, en niðurstöðurnar voru birtar í dag, kemur fram að grískir og maltneskir karlmenn eru að meðaltali þegar orðnir þrítugir þegar þeir kyssa mömmu bless. Spænskir og portúgalskir karlmenn eru hins vegar um 29 ára og fjögurra mánaða gamlir að meðaltali.

Rannsóknin er þó ekki einhlít hvað varðar þær þjóðir sem liggja við Miðjarðarhafið, því franskir karlmenn eru fljótari að yfirgefa æskuheimilið, eða rétt rúmlega 24 ára.

Sé horft til Englands, Norður-Írlands, Skotlands og Wales, þá kemur í ljós að meðalaldurinn  þar er 24 ára og sex mánaða. Meðalaldurinn er hins vegar lægstur í Finnlandi, eða 23 ár.

Konur eru hins vegar fljótari að yfirgefa foreldrahúsin. Að meðaltali fyrir Evrópuríkin eru þær yngri en 30 ára, og oftast um tveimur árum á undan körlunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir