Dvelja lengur á „hótel mömmu“

Þeir gerast vart ítalskari en rómverski riddarinn Francesco Totti, leikmaður …
Þeir gerast vart ítalskari en rómverski riddarinn Francesco Totti, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í knattspyrnu. Eflaust má gera má ráð fyrir að samband hans við móður sína sé gott. Reuters

Karl­menn í Miðjarðar­hafslönd­um dvelja sí­fellt leng­ur í for­eldra­hús­um. Skv. nýrri evr­ópskri rann­sókn eiga þeir erfiðara með að standa á eig­in fót­um þar sem þeir hafa van­ist því, og hefð er orðin fyr­ir, að hafa það svo gott á „hót­el mömmu“.

Sam­kvæmt töl­um sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur birt búa búlgarsk­ir karl­menn lengst heima hjá for­eldr­um sín­um. Rann­sókn­in, sem var gerð árið 2007, náði til 24 landa. Ung­ir Ítal­ir dvelja leng­ur hjá mömmu og pabba vegna sögu­legra ástæðna, seg­ir í rann­sókn ESB.

Búlgarsk­ir karl­menn eru að meðaltali 31 árs og sex mánaða þegar þeir fljúga úr hreiðrinu. Ítalsk­ir karl­menn yf­ir­gefa hót­el mömmu litlu fyrr, eða rétt fyr­ir 31 árs af­mæli sitt að meðaltali.

Eldri kann­an­ir, sem eru þó ekki al­veg sam­bæri­leg­ar, sýna fram á að ít­alsk­ir karl­menn hafi verið dvalið lengst heima hjá sér.

Skv. rann­sókn­inni, en niður­stöðurn­ar voru birt­ar í dag, kem­ur fram að grísk­ir og malt­nesk­ir karl­menn eru að meðaltali þegar orðnir þrítug­ir þegar þeir kyssa mömmu bless. Spænsk­ir og portú­galsk­ir karl­menn eru hins veg­ar um 29 ára og fjög­urra mánaða gaml­ir að meðaltali.

Rann­sókn­in er þó ekki ein­hlít hvað varðar þær þjóðir sem liggja við Miðjarðar­hafið, því fransk­ir karl­menn eru fljót­ari að yf­ir­gefa æsku­heim­ilið, eða rétt rúm­lega 24 ára.

Sé horft til Eng­lands, Norður-Írlands, Skot­lands og Wales, þá kem­ur í ljós að meðal­ald­ur­inn  þar er 24 ára og sex mánaða. Meðal­ald­ur­inn er hins veg­ar lægst­ur í Finn­landi, eða 23 ár.

Kon­ur eru hins veg­ar fljót­ari að yf­ir­gefa for­eldra­hús­in. Að meðaltali fyr­ir Evr­ópu­rík­in eru þær yngri en 30 ára, og oft­ast um tveim­ur árum á und­an körl­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir