Eistneskur prestur hefur dottið í lukkupottinn, en hann gekkst nýverið undir DNA-próf sem sýndi fram á að hann væri sonur einn af ríkustu mönnum landsins.
Vikuritið Eesti Ekpress greinir frá því að eistneskur dómstóll hafi viðurkennt að presturinn Riho Pors sé erfingi Aadu Luukas, sem var mjög þekktur kaupsýslumaður í Eistlandi.
Luukas lést fyrir þremur árum 67 ára að aldri. Fréttir herma að hann hefði skilið eftir sig mikil auðæfi.
Indrek Luukas vissi ekki að hann ætti hálfbróður og taldi að hann væri einkasonur auðkýfingsins. Pors fór með málið fyrir dóm til að sanna að Aadu Luukas væri faðir sinn.
Hann efnaðist í samgöngugeiranum og er vel þekktur á meðal landsmanna. Þá naut hann mikillar virðingar fyrir stuðning sinn við ýmis góðgerðarsamtök.