Óeirðalögregla gætir jólatrésins

Óeirðalögregla stendur vörð við tréð en ljósin á því verða …
Óeirðalögregla stendur vörð við tréð en ljósin á því verða kveikt í kvöld Reuters

Jólatré sem prýðir miðborg Aþenu í Grikklandi verður gætt af óeirðalögreglu allan sólarhringinn þar sem óttast er að það verði skotspónn mótmælenda. Í fyrra var kveikt í jólatrénu í óeirðum sem voru í borginni í desember eftir að lögregla skaut fimmtán ára pilt til bana en hann hafði tekið þátt í mótmælum námsmanna í borginni.

Jólatréð í ár er 15 metra hátt og skreytt fagurlega, samkvæmt upplýsingum AFP frá lögreglunni. Kveikt verður á ljósum trésins í kvöld en það er á Syntagma torgi.

Myndir sem birtust í sjónvarpi í fyrra af trénu í ljósum logum eru meðal þekktustu mynda frá mótmælunum í fyrra.

Óeirðalögregla í Grikklandi er við öllu búin.
Óeirðalögregla í Grikklandi er við öllu búin. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar