Skipti 140 milljóna króna ávísun

Maður nokkur gekk einn föstudagseftirmiðdag fyrir ári inn í Sparbank í Vejle í Danmörku með ávísun, sem hljóðaði upp á 5,6 milljónir danskra króna, tæplega 140 milljónir íslenskra króna.

Maðurinn lagði peningana inn á reikning sinn í bankanum, án þess að gerðar væru athugasemdir, og millifærði í kjölfarið 5 milljónir danskra króna á ýmsa bankareikninga í Taílandi. Þá tók hann hálfa milljón út í peningum.

En í ljós kom, að ávísunin frá Danske Bank var fölsuð og í dag var maðurinn dæmdur í héraðsdómi í Kolding í 2½ árs fangelsi fyrir fjársvik og skjalafals.

Að sögn Ritzau fréttastofunnar áfrýjaði maðurinn dómnum á staðnum. Maðurinn sætir einnig ákæru fyrir umfangsmikið virðisaukaskattalagabrot.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar