Gerðu jurtaolíuna upptæka

Tugir þúsunda manna hafa mótmælt loftmengun í Kaupmannahöfn í dag.
Tugir þúsunda manna hafa mótmælt loftmengun í Kaupmannahöfn í dag. Reuters

Frönsk sam­tök, sem beita sér fyr­ir því að jurta­ol­ía sé notuð sem eldsneyti á bíla í stað bens­íns eða dísi­lol­íu, lenti í því í dag að danska lög­regl­an gerði „eldsneyt­is­birg­irn­ar" upp­tæk­ar á þeirri for­sendu, að hægt væri að búa til úr þeim sprengj­ur.

Fé­lag­ar í sam­tök­un­um  Roule ma Frite (Flakkað á frönsk­um) ferðuðust til Kaup­manna­hafn­ar til að taka þátt í um­hverf­is­vernd­ar­mót­mæl­um í dag. Að sjálf­sögðu ferðaðist fólkið í rútu sem var knú­in af jurta­ol­íu. Nú er óvíst hvort fólkið kemst í rút­unni heim.

„Lög­regl­an kom og gerði upp­tæka ol­í­una, sem við ætluðum að nota á heim­ferðinni á þeirri for­sendu, að hægt væri að búa til sprengj­ur úr henni," sagði Greg­ory Gendre, leiðtogi hóps­ins.

Lög­regl­an stöðvaði rút­una skammt frá danska um­hverf­is­ráðuneyt­inu, kannaði skil­ríki fólks­ins og lagði síðan hald á 17 brúsa sem inni­héldu blöndu af jurta­ol­íu og dísi­lol­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Vertu viss um að þú njótir þess sem þú upplifir jafnóðum, í stað þess að vera með hugann við framtíðina. Ef maki þinn stendur ekki við skuldbindingar sínar, bjargar þú málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir