Gerðu jurtaolíuna upptæka

Tugir þúsunda manna hafa mótmælt loftmengun í Kaupmannahöfn í dag.
Tugir þúsunda manna hafa mótmælt loftmengun í Kaupmannahöfn í dag. Reuters

Frönsk samtök, sem beita sér fyrir því að jurtaolía sé notuð sem eldsneyti á bíla í stað bensíns eða dísilolíu, lenti í því í dag að danska lögreglan gerði „eldsneytisbirgirnar" upptækar á þeirri forsendu, að hægt væri að búa til úr þeim sprengjur.

Félagar í samtökunum  Roule ma Frite (Flakkað á frönskum) ferðuðust til Kaupmannahafnar til að taka þátt í umhverfisverndarmótmælum í dag. Að sjálfsögðu ferðaðist fólkið í rútu sem var knúin af jurtaolíu. Nú er óvíst hvort fólkið kemst í rútunni heim.

„Lögreglan kom og gerði upptæka olíuna, sem við ætluðum að nota á heimferðinni á þeirri forsendu, að hægt væri að búa til sprengjur úr henni," sagði Gregory Gendre, leiðtogi hópsins.

Lögreglan stöðvaði rútuna skammt frá danska umhverfisráðuneytinu, kannaði skilríki fólksins og lagði síðan hald á 17 brúsa sem innihéldu blöndu af jurtaolíu og dísilolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar