Braut gegn banni með óhóflegum kynlífshljóðum

Hjónin búa í fjölbýlishúsi í Newcastle í Bretlandi.
Hjónin búa í fjölbýlishúsi í Newcastle í Bretlandi. mbl.is

Bresk kona hefur játað fyrir rétti að brjóta gegn banni um hávaðamengun með hávaðasömum kynlífshljóðum. Nágrannar konunnar lýsa hljóðunum sem ónáttúrulegum og sem parið líði töluverðar kvalir. Kveðinn verður upp dómur yfir konunni 18. janúar nk.

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá málinu á vefsvæði sínu í dag. Þar segir að hjónin Caroline og Steve Cartwright búi í fjölbýlishúsi Newcastle. Nágrannar þeirra kvörtuðu fyrst yfir gríðarlegum hávaðanum fyrir rúmum tveimur árum og var þeim í kjölfarið bannað að öskra eða yfirleitt fara yfir venjubundin hávaðamörk í kynlífi sínu. Síðar hafa fleiri kvartað, þar á meðal póstburðarmaður.

Hávaðamæling hefur farið fram og mældust kynlífshljóð hjónanna allt að 47 desíbil þegar mest lét. Samkvæmt kvarða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er þrjátíu desíbil nægilegur hávaði til að raska svefni.

Einn nágranni konunnar segist sífellt mæta og seint til vinnu sinnar þar sem hún sé vakandi allar nætur vegna hávaðans, sem sé stanslaus klukkutímum saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir