Handtekin eftir að hafa fætt barn á salerni

Verkefni lögreglunnar geta verið af ýmsum toga. Mynd úr safni.
Verkefni lögreglunnar geta verið af ýmsum toga. Mynd úr safni. Reuters

Kanadísk­um lög­reglu­mönn­um tókst að blása lífi í barn sem móðir þess fæddi rétt áður en þeir ætluðu að hand­taka kon­una, en það hafði verið gef­in út hand­töku­til­skip­un á hend­ur henni vegna þjófnaða í Winnipeg.

Það var fyr­ir til­vilj­un að lög­reglu­menn­irn­ir heim­sóttu kon­una, sem er 32 ára göm­ul, í vik­unni og komu að henni blóðugri aðeins ör­fá­um sek­únd­um eft­ir að hún hafði fætt barnið ofan í sal­erni.

Ann­ar lög­reglu­mann­anna bjargaði barn­inu upp úr sal­ern­inu og hóf end­ur­lífg­un. Barnið sýndi eng­in viðbrögð í fyrstu en hóf síðan að anda að sjálfs­dáðum.

Kon­an, Heather Rich­ard, seg­ist ekki hafa gert sér grein fyr­ir því að hún væri ólétt. Hún seg­ir að sér hefði brugðið þegar hún sá barnið koma, en þetta er henn­ar fyrsta barn. Hún hafði farið inn á sal­ernið með mikla kviðverki.

„Barnið datt bara út,“ sagði hún í sam­tali við Winnipeg Sun. „Ég hélt að þetta væri eitt­hvað í þörm­un­um, og því var ég að far­ast úr áhyggj­um,“ sagði hún.

Hún fæddi dreng sem vó tæp 2,5 kíló. Hann var flutt­ur á sjúkra­hús, en höfuðkúpa hans brákaðist þegar hann skall ofan í kló­sett­skál­ina.

Lög­regl­an seg­ir í sam­tali við AFP-frétta­stof­una að líðan barns­ins sé stöðug, en það ligg­ur enn á sjúkra­húsi. Bú­ist er við því að dreng­ur­inn muni ná sér að fullu. Lög­regl­an seg­ir að kon­an muni svara til saka síðar.

„Ég er enn í áfalli. Ég á ekki að geta eign­ast börn,“ seg­ir Rich­ard. Hún bæt­ir við að hún hafi misst fóst­ur þris­var sinn­um og að lækn­ar hafi tjáð sér að hún gæti ekki eign­ast börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er ekkert furðulegt við það að reyna að þroskast, þótt sumir vinir þínir skilji það ekki. Framferði einhvers nákomins segir allt sem segja þarf um persónu hans.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er ekkert furðulegt við það að reyna að þroskast, þótt sumir vinir þínir skilji það ekki. Framferði einhvers nákomins segir allt sem segja þarf um persónu hans.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Torill Thorup
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Sofie Sar­en­brant