Knattspyrnulandslið Erítreu stakk af

Leit er hafin að knattspyrnulandsliðs Afríkuríkisins Erítreu en leikmennirnir hafa ekki snúið heim eftir að hafa tekið þátt í móti í Kenýa.

Að sögn fréttavefjar BBC tók liðið þátt í Cecafa keppninni sem ætluð er fyrir þjóðir í Austur- og Mið-Afríku. Erítrea komst ekki í úrslit en þegar flugvélin, sem átti að flytja liðið heim, lenti í höfuðborginni Asmara voru aðeins þjálfarinn og liðsstjórinn með.

Ríkisstjórn Erítreu, sem oft er sökuð um kúgun, vísar því á bug að leikmennirnir hafi ekki skilað sér heim. En knattspyrnusamband landsins staðfesti við Nicholas Musonye, framkvæmdastjóra Cecafa keppninnar, að leikmennirnir væru horfnir.  

Musonye sagði við BBC, að þetta væri í þriðja skipti sem knattspyrnulandslið Erítreu notar tækifærið og flýr land eftir knattspyrnumót í útlöndum. Hann segir ljóst, að liðið sé í Nairobi en þar búa margir Erítreumenn. 

Sameinuðu þjóðirnar segja, að hundruð Erítreumanna flýi land í hverjum mánuði undan fátækt og kúgun öryggissveita ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld vísa þessu á bug og saka SÞ um að falsa tölur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach