Kraftlyftingakona ól óvænt barn

Kraftlyftingakona í keppni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Kraftlyftingakona í keppni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. LEE JAE-WON

Kraftlyftingakona á þrítugsaldri varð fyrir óvæntri uppákomu við æfingar í Brasilíu í síðustu viku þegar hún fann fyrir miklum verkjum. Kallaður var til læknir og í ljós kom að konan var þunguð. Konan ól barnið á staðnum en það kom í heiminn þremur mánuðum fyrir tímann.

Elizabeth Poblete sem er 22 ára og barn hennar voru flutt á sjúkrahús og líður eftir atvikum vel. Barnið var fært á gjörgæsludeild og er vel fylgst með því.

Poblate hafði ekki hugmynd um að hún væri þunguð, og hvað þá að hún væri komin sex mánuði á leið. Aðeins viku fyrir fæðinguna tók hún þátt í kraftlyftingakeppni í heimalandi sínu, Chile, þar sem hún vann til gullverðlauna.

Poblate tók þátt á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári og hefur að undanförnu verið að þyngja sig úr 75 kílóum og upp í 85 kíló.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir