Átta ára bandarískum dreng var tímabundið vikið úr skóla fyrr í mánuðinum og gert að sæta sálfræðimati eftir að hann teiknaði mynd af Jesús Krist á krossinum í kennslustund. Foreldrar drengsins voru afar ósáttir við viðbrögð skólayfirvalda og ákváðu að senda hann í annan skóla í kjölfar atviksins.
Drengnum sem gekk í Maxham grunnskólann í borginni Taunton í Massachusetts var ásamt bekkjarfélögum sínum gert að teikna eitthvað sem minnti þau á jólin. Eftir að börnin skiluðu inn verkefnum sínum var hringt í föður drengsins og honum greint frá stöðu mála, þ.e. að sonur hans hafi teiknað ofbeldisfulla mynd og skólayfirvöld þyrftu að grípa til aðgerða.
Faðir drengsins skýrir frá því í samtali við dagblaðið
Drengnum var gert að sæta sálfræðimati og þurftu foreldrarnir að greiða fyrir það. Engin hætta var talin stafa af drengnum og mátti hann því snúa aftur í skólann. Foreldrarnir ákváðu þó að senda drenginn í annan skóla í kjölfarið.