Vikið úr skóla fyrir mynd af Jesús

Myndin sem drengurinn teiknaði af Jesús á krossinum.
Myndin sem drengurinn teiknaði af Jesús á krossinum. Ljósmynd/Taunton Gazette

Átta ára banda­rísk­um dreng var tíma­bundið vikið úr skóla fyrr í mánuðinum og gert að sæta sál­fræðimati eft­ir að hann teiknaði mynd af Jesús Krist á kross­in­um í kennslu­stund. For­eldr­ar drengs­ins voru afar ósátt­ir við viðbrögð skóla­yf­ir­valda og ákváðu að senda hann í ann­an skóla í kjöl­far at­viks­ins.

Drengn­um sem gekk í Maxham grunn­skól­ann í borg­inni Taunt­on í Massachusetts var ásamt bekkj­ar­fé­lög­um sín­um gert að teikna eitt­hvað sem minnti þau á jól­in. Eft­ir að börn­in skiluðu inn verk­efn­um sín­um var hringt í föður drengs­ins og hon­um greint frá stöðu mála, þ.e. að son­ur hans hafi teiknað of­beld­is­fulla mynd og skóla­yf­ir­völd þyrftu að grípa til aðgerða.

Faðir drengs­ins skýr­ir frá því í sam­tali við dag­blaðið

Drengn­um var gert að sæta sál­fræðimati og þurftu for­eldr­arn­ir að greiða fyr­ir það. Eng­in hætta var tal­in stafa af drengn­um og mátti hann því snúa aft­ur í skól­ann. For­eldr­arn­ir ákváðu þó að senda dreng­inn í ann­an skóla í kjöl­farið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Félagar sem eru ósammála geta samt framkvæmt frábæra hluti. Hvort sem þú vilt hreyfa þig meira eða bæta matarræðið áttu eftir að vera sáttur við að gera svo.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell