Vikið úr skóla fyrir mynd af Jesús

Myndin sem drengurinn teiknaði af Jesús á krossinum.
Myndin sem drengurinn teiknaði af Jesús á krossinum. Ljósmynd/Taunton Gazette

Átta ára bandarískum dreng var tímabundið vikið úr skóla fyrr í mánuðinum og gert að sæta sálfræðimati eftir að hann teiknaði mynd af Jesús Krist á krossinum í kennslustund. Foreldrar drengsins voru afar ósáttir við viðbrögð skólayfirvalda og ákváðu að senda hann í annan skóla í kjölfar atviksins.

Drengnum sem gekk í Maxham grunnskólann í borginni Taunton í Massachusetts var ásamt bekkjarfélögum sínum gert að teikna eitthvað sem minnti þau á jólin. Eftir að börnin skiluðu inn verkefnum sínum var hringt í föður drengsins og honum greint frá stöðu mála, þ.e. að sonur hans hafi teiknað ofbeldisfulla mynd og skólayfirvöld þyrftu að grípa til aðgerða.

Faðir drengsins skýrir frá því í samtali við dagblaðið

Drengnum var gert að sæta sálfræðimati og þurftu foreldrarnir að greiða fyrir það. Engin hætta var talin stafa af drengnum og mátti hann því snúa aftur í skólann. Foreldrarnir ákváðu þó að senda drenginn í annan skóla í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir