Bók skilað 99 árum of seint

Bókinni „Facts I Ought to Know about the Government of …
Bókinni „Facts I Ought to Know about the Government of My Country" var skilað næstum því heilli öld of seint á bókasafn í Massachusetts.

Bók sem skilað var á bókasafnið í New Bedford í Massachusetts fyrr í þessari viku var ekki komin viku yfir skilafrest, mánuð eða ár. Nei, það var næstum því liðin heil öld síðan skila átti bókinni og sektin nam rúmlega 361 dollara eða 45 þúsund íslenskum krónum.

Bókin heitir „Staðreyndir sem ég ætti að þekkja um ríkisstjórnina í landinu mínu" og var tekin að láni árið 1910 með skilafrest til 10. maí það ár. Nú 99 árum síðar var Stanley Dudek að fara í gegnum eigur móður sinnar sem lést fyrir 10 árum síðan þegar hann rakst á bókina þar. Hann ákvað að það væri rétt af honum að skila bókinni til bókasafnsins.

Samkvæmt reglum safnsins árið 1910 var sektin fyrir að skila bók of seint eitt penní á dag. Dudek var hinsvegar ekki skikkaður til að greiða bókina heldur þakkað fyrir að koma henni til skila.

Starfsmenn bókasafnsins hyggjast stilla bókinni upp sem hluta af sérstakri sýningu safnsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir