Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi

Nýsjálendingar deila nú hart um auglýsingaskilti sem sett var undir þeim formerkjum að ögra staðalímyndum um fæðingu Jesú Krists. Á skiltinu sést vansæll Jósef liggja í rúmi við hliða Maríu meyjar og fyrir neðan stendur „Grey Jósef. Það var erfitt að vera næstur á eftir Guði."

Skiltið var sett upp að frumkvæði kirkju St. Matthew í Auckland og segjast talsmenn kirkjunnar vilja koma af stað umræðu með því. Kaþólska kirkjan, ásamt fleirum, hafa hinsvegar fordæmt það og segja það bæði óviðeigandi og vanvirðingu við kristna trú.

Aðeins nokkrum klukkustundu eftir að skiltið var afhjúpað hafði verið málað yfir það með brúnni málningu. Prestur kirkjunnar, Glynn Cardy, segir markmið auglýsingarinnar að gera grín að bókstaflegri túlkun jólaguðspjallsins. „Við viljum fá fólk til að íhuga hvað jólin snúast í raun og veru um," segir hann. „Snúast þau í alvöru um andlegan karlguð sem sendi sæði sitt svo að barn gæti fæðst, eða snúast þau um kraft ástarinnar á meðal okkar og sem birtist í Jesú Kristi?"

Hann segir kirkjuna hafa fengið fjölmörg símtöl og tölvupósta með athugasemdum vegna skiltisins. „Um 50% þeirra segjast elska það og 50% segja það vera hræðilega móðgandi." Talsmaður kaþólsku kirkjunnar í Auckland er ein þeirra síðarnefndu.

„Okkar kristna trú hefur í 2.000 byggt á því að María sé óspjölluð og að Jesú sé sonur Guðs. Svona skilti er óviðeigandi og vanvirðing við þá trú."

Myndin á skiltinu umdeilda sýnir Jósef og Maríu í rúminu.
Myndin á skiltinu umdeilda sýnir Jósef og Maríu í rúminu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka