Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi

00:00
00:00

Ný­sjá­lend­ing­ar deila nú hart um aug­lýs­inga­skilti sem sett var und­ir þeim for­merkj­um að ögra staðalí­mynd­um um fæðingu Jesú Krists. Á skilt­inu sést van­sæll Jós­ef liggja í rúmi við hliða Maríu meyj­ar og fyr­ir neðan stend­ur „Grey Jós­ef. Það var erfitt að vera næst­ur á eft­ir Guði."

Skiltið var sett upp að frum­kvæði kirkju St. Matt­hew í Auckland og segj­ast tals­menn kirkj­unn­ar vilja koma af stað umræðu með því. Kaþólska kirkj­an, ásamt fleir­um, hafa hins­veg­ar for­dæmt það og segja það bæði óviðeig­andi og van­v­irðingu við kristna trú.

Aðeins nokkr­um klukku­stundu eft­ir að skiltið var af­hjúpað hafði verið málað yfir það með brúnni máln­ingu. Prest­ur kirkj­unn­ar, Glynn Car­dy, seg­ir mark­mið aug­lýs­ing­ar­inn­ar að gera grín að bók­staf­legri túlk­un jólaguðspjalls­ins. „Við vilj­um fá fólk til að íhuga hvað jól­in snú­ast í raun og veru um," seg­ir hann. „Snú­ast þau í al­vöru um and­leg­an karlguð sem sendi sæði sitt svo að barn gæti fæðst, eða snú­ast þau um kraft ástar­inn­ar á meðal okk­ar og sem birt­ist í Jesú Kristi?"

Hann seg­ir kirkj­una hafa fengið fjöl­mörg sím­töl og tölvu­pósta með at­huga­semd­um vegna skilt­is­ins. „Um 50% þeirra segj­ast elska það og 50% segja það vera hræðilega móðgandi." Talsmaður kaþólsku kirkj­unn­ar í Auckland er ein þeirra síðar­nefndu.

„Okk­ar kristna trú hef­ur í 2.000 byggt á því að María sé óspjölluð og að Jesú sé son­ur Guðs. Svona skilti er óviðeig­andi og van­v­irðing við þá trú."

Myndin á skiltinu umdeilda sýnir Jósef og Maríu í rúminu.
Mynd­in á skilt­inu um­deilda sýn­ir Jós­ef og Maríu í rúm­inu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Það er engin ástæða til sjálfsvorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkunum heima fyrir. Einhverjir spá í endingu ástarsambands sem þeir eiga í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son