Færa grafir fyrir Disney-skemmtigarð

Kínverskir gestir Disney-skemmtigarðsins í Hong Kong.
Kínverskir gestir Disney-skemmtigarðsins í Hong Kong. Reuters

Kínversk yfirvöld reyna nú að færa yfir 1.200 grafir af svæði þar sem reisa á nýjan Disney-skemmtigarð í borginni Sjanghæ, áður en framkvæmdir hefjast. Héraðsstjórnin hefur boðist til að greiða ættingjum hinna látnu bætur svo þeir geti aðstoðað við flutninginn. Frá þessu er greint í kínverskum fjölmiðlum.

Íbúar í Chuansja-sýslu, sem er við útjaðar Sjanghæ, munu fá greiddar um 5.500 kr. fyrir hvern ættingja sem þeir verða að flytja.

Þegar er búið að flytja um 400 grafir að sögn forsvarsmenn Huilong grafreitsins.

Samkvæmt kínverski hefð þá er það mikilvægt að hinn látni verði greftraður á góðum stað. Ef grafreiturinn er ekki góður þá telja menn andi hins látna muni vera órólegur og valda afkomendum sínum ógæfu.

Yfirvöld í Sjanghæ og Disney greindu frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Peking, höfuðborg landsins, hefði samþykkt byggingu skemmtigarðsins. Um er að ræða eina stærstu erlendu fjárfestingu sem gerð hefur verið í Kína.

Disney hefur hvorki gefið upp kostnað við framkvæmdirnar né tímaáætlun. Fréttir herma hins vegar að fyrsti áfanginn, eða framkvæmdir við skemmtigarð, hótel og verslunarmiðstöðvar, myndi kosta um 470 milljarða kr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup