Tvífætti hundurinn Faith er mikill gleðigjafi

Faith er glaðlynd og fjörug þrátt fyrir fötlunina
Faith er glaðlynd og fjörug þrátt fyrir fötlunina

Litli blendingshundurinn Faith hefur undanfarin ár hreyft við hjörtum margra Bandaríkjamanna á ferð sinni um landið ásamt eiganda sínum, Jude Stringfellow. Faith, sem líklega héti Von væri hún íslensk, fæddist án framfóta á ruslahaug jólin 2002.

Móðir hennar hafnaði hvolpinum, en lífi hennar var bjargað af hinum 17 ára gamla Reuben Stringfellow sem fór með hana heim til sín þar sem móðir hans tók litlu hvolptíkina í fóstur. Til að byrja með þurftu þau alltaf að ganga um með Faith í fanginu svo hún þyrfti ekki að draga andlitið og bringuna eftir jörðinni, en með hjálp hnetusmjörs og þrotlausra æfinga lærði Faith að ganga á afturfótunum.  

Í dag gengur hún bísperrt um á afturfótunum og þegar hún hleypur tekur hún lítil hopp inn á milli, en hrasar sjaldnar en flestar manneskjur gera á tveimur jafnfljótum. Hún er heilbrigð og frísk í alla staði og lætur það ekki stöðva sig þótt hana vanti tvo fætur.

Faith vakti fljótlega mikla athygli og hefur Jude Stringfellow farið með hana víða, haldið hvetjandi fyrirlestra um að sigrast á hindrunum sínum og gefið út tvær bækur. Fjölskyldan fær yfir 200 bréf og tölvupósta daglega frá fólki sem hefur breytt lífi sínu vegna Faith og marga þeirra mjög hjartnæma. „Faith hefur sýnt mér fram á að það er fallegt að vera öðru vísi, það er ekki líkaminn sem skiptir máli heldur andinn," segir m.a. í einu bréfanna.

Jude segist aldrei munu gleyma konu sem hafði misst báða fæturna og sá Faith úti á götu í New York. „Hún var bundin við hjólastól og þegar hún sá okkur fór hún að gráta. Hún tók Faith í fangið og sagðist óska þess að hún væri jafnhugrökk og hún." Undanfarin misseri hafa Jude og Faith heimsótt fjölmarga herspítala vítt og breitt um landið og hvatt særða hermenn til dáða og gefa þeim von. Í síðustu viku hitti hún 5.000 hermenn í Washington og voru margir þeirra á leið til Afganistan en aðrir nýkomnir heim úr stríðinu.

„Hún labbar bara um geltandi og hlæjandi og er spennt að sjá alla," segir Jude. „Það er yfirleitt mikið um grátur og undrunaróp. Þeir sem sjálfir hafa misst útlimi horfa oft á hana í þögn en eru mjög snortnir og þakka okkur svo kærlega fyrir komuna og klappa henni."

Þann 1. janúar verða svo væntanlega hjartnæmir endurfundir þegar Reuben Stringfellow, sem bjargaði nýfæddri Faith fyrir sjö jólum síðan, snýr aftur heim eftir að hafa gegnt hermennsku í Írak. Hann segist þegar vera búinn að kaupa hnetusmjörsköku handa Faith í afmælisgjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir