Jólahafurinn í Gävle brenndur

Aðeins grindin er eftir af jólahafrinum. Myndin er úr vefmyndavél …
Aðeins grindin er eftir af jólahafrinum. Myndin er úr vefmyndavél á Hallartorginu í Gävle.

Þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir tókst skemmdarvörgum að brenna jólahafurinn á Hallartorginu í sænska bænum Gävle í nótt. Tilkynnt var til lögreglunnar klukkan 3 í nótt að hafurinn stæði í björtu báli.

„Það var engu hægt að bjarga," sagði vakthafandi lögreglumaður við sænsku fréttastofuna TT.  

Enginn hefur verið handtekinn fyrir skemmdarverkið. Þetta var í 43. skipti, sem 13 metra hár jólahafur var reistur á Hallartorginu í  Gävle. Flest árin hefur hafinn verið brenndur eða skemmdur með öðrum hætti. Reynt hefur verið að úða hálmhafurinn með eldvarnarefnum en það mæltist ekki vel fyrir hjá bæjarbúum þar sem hafurinn varð mislitur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar