Facebook-skilnuðum fjölgar

Stöðugt fleiri Bret­ar kom­ast á snoðir um ótryggð maka sinna á net­inu. Sam­skipta­vef­ur­inn Face­book er nú nefnd­ur í um fimmt­ungi allra skilnaðar­mála á Bretlandi sem ástæða fyr­ir því að hjón vilja skilja að skipt­um. 

Breska blaðið Daily Tel­egraph seg­ir, að fólk nefni í aukn­um mæli, að það hafi kom­ist að því að mak­inn var að daðra með óviður­kvæmi­leg­um hætti við aðra á Face­book.  Eru hug­búnaðarfyr­ir­tæki sögð nýta sér þessa þróun með því að bjóða for­rit, sem ger­ir fólki kleift að njósna um netsiði mak­ans. 

Tel­egraph seg­ir m.a. frá 35 ára gam­alli konu, Emmu Bra­dy, sem sá sér til mik­ill­ar undr­un­ar að eig­inmaður henn­ar var að skilja við hana og hafði breytt inn­gangstext­an­um á Face­book-síðu sinni á eft­ir­far­andi hátt: Neil Bra­dy hef­ur slitið hjóna­bandi sínu og Emmu Bra­dy.

Á síðasta ári skildi Amy Tayl­or, 28 ára göm­ul kona, við Dav­id Poll­ard, eig­in­mann sinn, þegar hún komst að því að hann átti í sýnd­ar­ástar­ævin­týri við aðra konu í net­leikn­um Second Life þar sem spil­ar­ar búa sér til ann­an per­sónu­leika.  Poll­ard og kon­an í leikn­um höfðu aldrei hist aug­liti til aug­lit­is. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Villi As­geirs­son: Ha?
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú ert gæddur náttúrulegri forvitni um umhverfi þitt og hún er með mesta móti í dag. Aðrir vilja endilega létta af þér byrðinni og þá gæs er best að grípa
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir