Jólasveinninn í önnum

Reuters

Jólasveinninn er nú staddur í  Dudinka í Rússlandi og er á leið til Omsk, ef marka má vefsíðu, sem bandaríska loftvarnastofnunin hefur sett upp í samvinnu við Google. Hægt er að fylgjast með ferðum jólasveinsins þar sem hann fer í vesturátt og stefnir á Ísland.

Rúmlega hálfrar aldar hefð er fyrir því, að bandaríska NORAD-loftvarnarkerfið sé notað á aðfangadagskvöld i til að fylgjast með ferðum jólasveinsins þar sem hann þeyttist heimshorna á milli til að færa börnum gjafir. 

Ef marka má vefsíðuna var Sveinki í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, klukkan 14:35, en þaðan hélt hann til Filippseyja, Guam, Ástralíu og í átt til Evrópu en von er á honum í Bandaríkjunum í nótt.   

Samkvæmt óstaðfestum þjóðsögum innan NORAD hófst þessi hefð árið 1955 þegar fyrirtækið Sears-Roebuck birti auglýsingu í blaðinu The Gazette í Colorado Springs þar sem börnum var sagt að þau gætu hringt í tiltekið símanúmer og talað við jólasveininn. En númerið sem birt var reyndist rangt og var raunar hjá stofnun sem var fyrirrennari NORAD. Þar varð Harry nokkur Shoup, höfuðsmaður, fyrir svörum og sagði barninu sem hringdi að hann skyldi kanna hvort nokkur merki sæjust um jólasveininn á ratsjánum.

Árið 1958 tók NORAD að sér þetta verkefni og þar eru margir við símsvörun á aðfangadagskvöld til að svara börnum frá öllum heimshornum, sem vilja vita hvernig gjafadreifingu jólasveinsins líði.

Á heimasíðu NORAD segir að notuð séu öflugt ratsjárkerfi auk gervihnatta til að fylgjast með ferðum jólasveinsins. Einnig eru nokkrar jólasveinamyndavélar á völdum stöðum. 

Opinber afstaða NORAD er að jólasveinninn sé í fullu fjöri. „Byggt á sögulegum gögnum og yfir 50 ára eftirliti teljum við að jólasveinninn lifi í hjörtum barna um allan heim," segir á vefsíðu NORAD. Stofnunin segir, að Sveinki sé væntanlega 170 sentimetrar á hæð og vegi 118 kíló, ef smákökur eru undanskildar.  Klukkan 16 hafði jólasveinninn þegar sporðrennt 32.500 smákökum, sem hann tók með sér frá norðurpólnum ásamt 60 þúsund tonnum af gjöfum. 

Jólasveinaeftirlit NORAD

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup