Fimm tvíburar í sömu götu

Fimm pör af tvíburum hafa fæðst í sömu götunni í …
Fimm pör af tvíburum hafa fæðst í sömu götunni í norskum smábæ. Myndin er úr safni.

Norðmenn velta því fyrir sér hver ástæðan sé fyrir því, að á undanförnum árum hafa fimm pör af tvíburum komið í heiminn í sömu götunni í smábænum Birkeland í Aust-Agder syðst í Noregi. 

Fram kemur á fréttavef Aftenposten, að tvíburarnir búi allir við sömu 200 metra löngu götuna í Birkeland þar sem 2200 manns búa. Haft er eftir tvíburamæðrunum, að þessi frjósemi stafi ekki af neinum galdrakúnstum og ein þeirra, Maria Tveite, segir skýringuna augljósa: Hreina og góða vatnið í héraðinu.

Aftenposten hefur eftir Per E. Børdahl yfirlækni hjá Haukeland háskólasjúkrahúsinu, að þetta sé mjög óvenjulegt og einnig óútskýranlegt en tilviljanir eins og þessar verði stundum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir