Norðmenn velta því fyrir sér hver ástæðan sé fyrir því, að á undanförnum árum hafa fimm pör af tvíburum komið í heiminn í sömu götunni í smábænum Birkeland í Aust-Agder syðst í Noregi.
Fram kemur á fréttavef Aftenposten, að tvíburarnir búi allir við sömu 200 metra löngu götuna í Birkeland þar sem 2200 manns búa. Haft er eftir tvíburamæðrunum, að þessi frjósemi stafi ekki af neinum galdrakúnstum og ein þeirra, Maria Tveite, segir skýringuna augljósa: Hreina og góða vatnið í héraðinu.
Aftenposten hefur eftir Per E. Børdahl yfirlækni hjá
Haukeland háskólasjúkrahúsinu, að þetta sé mjög óvenjulegt og einnig óútskýranlegt en tilviljanir eins og þessar verði stundum.