Skilur við 11 eiginkonuna og slær met

Rabbínarnir sem leyfðu skilnaðinn voru ánægðir með að maðurinn færi …
Rabbínarnir sem leyfðu skilnaðinn voru ánægðir með að maðurinn færi eftir öllum settum reglum. STR

Fimmtugur karlmaður frá Jerúsalem hefur nú fengið skilnað í 11 skipti, sem er nýtt Ísraelsmet hjá gyðingum. Maðurinn sagði fyrir rétti skipuðum rabbínum að hann skildi yfirleitt við eiginkonur sínar eftir tveggja ára hjónaband og hæfi þá samstundis leit að nýrri brúður.

Hann segist hinsvegar sjá eftir fyrsta skilnaðinum sínum, því þar með hafi farið af stað hinn endalausi eltingarleikur við næstu „lífsreynslu". Nýjasta fyrrverandi eiginkona mannsins segir að síðan þau giftu sig hafa hann ekkert unnið heldur lifað af hennar tekjum og safnað háum skuldum. Sá maður sem áður átti Ísraelsmet fyrir flesta skilnaði skildi sjö sinnum.

Í tilkynningu rabbínaréttarins þar sem sagt er frá 11. skilnaðinum segir að svo virðist sem maðurinn komi fram við verðandi eiginkonur af mikilli sannfæringu og næmi á meðan tilhugalífinu stendur. „En fljótlega verða þau bæði mjög pirruð hvort á öðru og þegar tilhugalífinu líkur hefst rifrildið. Þrátt fyrir að vera 50 ára hefur hann ekki eitt einasta gráa hár á höfði og þrátt fyrir þessa reynslu sínu af hjónabandinu ætlar maðurinn sér að giftast aftur," segir í tilkynningunni.

Maðurinn á einn son úr fyrra hjónaband en hefur aldrei borgað barnsmóður sinni meðlag. Hann sagði fyrir rétti að hann hefði aldrei átt í neinum vandræðum með að finna sér nýja eiginkonu. „Ég legg beituna í allar áttir og fiskarnir bíta sjálfviljugir á."

Í yfirlýsingu réttarins hrósa rabbínarnir manninum fyrir að hlíta öllum trúarlegum venjum þegar kemur að skilnaðinum. Samkvæmt gyðingalögum ber eiginmanni sem vill skilja við konu sína að afhenda henni „get", skjal sem segir að hún sé þar með „leyfð öllum mönnum".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach