Á sjöunda þúsund manns frá 90 löndum hafa boðist til að taka þátt í tilraun breska dávaldsins Chris Hughes til að setja heimsmet í fjöldadáleiðslu sem gerð verður í kvöld.
Á vef Sky fréttastofunnar er haft eftir Hughes að hann hafi sent út tilmæli á Facebook og Twitter og haldið að aðeins nokkrir myndu lýsa áhuga. Eftir mínútu voru þegar tveir búnir að skrá sig og skráðir þátttakendur eru nú 6300.
Dáleiðslan fer fram á vefnum Social Trance. Þátttakendur þurfa að sitja í þægilegum stól með tölvu með nettengingu, hátalara og heyrartól. Dáleiðslan hefst klukkan 20:30 og stendur í um hálftíma.