Heimskir bankaræningjar verðlaunaðir

Búið er að tilkynna vinningshafa í árlegri keppni um Darwin-verðlaunin svonefndu en þau eru veitt þeim, sem taldir eru hafa framið mestu heimskupörin á nýliðnu ári. Verðlaunahafar eru valdir í anda þróunarkenningar Darwins um að þeir hæfustu lifi af. Þess vegna eru verðlaunin jafnan veitt fólki sem hefur með eigin heimskupörum séð til þess að erfðavísar þeirra berist ekki til næstu kynslóða.

Að þessu sinni fá tveir aðalverðlaunin. Um er að ræða belgíska bankaræninga sem ákváðu í september að ræna hraðbanka með því að nota dínamít. Þeir misreiknuðu hins vegar hve mikið sprengiefni þyrfti að nota og sprengingin lagði húsið, þar sem hraðbankarnir voru, í rúst.

Annar ræninginn var fluttur stórslasaður á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar. Talið var að hinn hefði komist undan en síðar fannst lík hans í rústunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar