Svissneskur miljónamæringur hefur fengið 180.000 evra (um 32,5 milljónir kr.) umferðarsekt fyrir að hafa ekið yfir löglegum hámarkshraða. Þetta er hæsta sekt sem hefur verið gefin vegna umferðarlagabrots í Sviss.
Lögreglan mældi ökumanninn, sem ók rauðri Ferrari Testarossa sportbifreið, á 137 km hraða er hann ók í gegnum þorp. Hann mældist á 57 km yfir leyfilegum hámarkshraða.
Sektin var reiknuð út frá auðævum mannsins, sem hefur ekki verið nefndur á nafn. Dómstóll í Sviss mat þau á 22,7 milljónir dala (tæpa þrjá milljarða kr.). Þá var tekið með í reikninginn að ökumaðurinn hafði áður brotið af sér.
Sektin er tvöfalt hærri en ökumaður Porsce sportbifreiðar fékk árið 2008. En sú sekt var sú hæsta sem yfirvöld í Sviss höfðu gefið.