Þarf að greiða 32 milljóna kr. umferðarsekt

Rauður Ferrari Testarossa, ágerð 1984.
Rauður Ferrari Testarossa, ágerð 1984.

Svissneskur miljónamæringur hefur fengið 180.000 evra (um 32,5 milljónir kr.) umferðarsekt fyrir að hafa ekið yfir löglegum hámarkshraða. Þetta er hæsta sekt sem hefur verið gefin vegna umferðarlagabrots í Sviss.

Lögreglan mældi ökumanninn, sem ók rauðri Ferrari Testarossa sportbifreið, á 137 km hraða er hann ók í gegnum þorp. Hann mældist á 57 km yfir leyfilegum hámarkshraða.

Sektin var reiknuð út frá auðævum mannsins, sem hefur ekki verið nefndur á nafn. Dómstóll í Sviss mat þau á 22,7 milljónir dala (tæpa þrjá milljarða kr.). Þá var tekið með í reikninginn að ökumaðurinn hafði áður brotið af sér.

Sektin er tvöfalt hærri en ökumaður Porsce sportbifreiðar fékk árið 2008. En sú sekt var sú hæsta sem yfirvöld í Sviss höfðu gefið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
Loka