Enn fellur fólk fyrir Nígeríusvindli

Ekki senda gamla farsímann til Nígeríu.
Ekki senda gamla farsímann til Nígeríu.

Þótt fjallað hafi verið ýtarlega um svonefnt Nígeríusvindl í fjölmiðlum víða um heim á undanförnum árum eru þeir enn til, sem falla fyrir brögðóttum svikahröppum. Danska blaðið Jyllands-Posten, rekur eitt slíkt dæmi, sem nýlega kom upp í Danmörku.

Sagan er um 38 ára gamlan Árósabúa, sem kom til lögreglunnar í Herning í síðustu viku og sagði farir sínar ekki sléttar. Maðurinn hafði séð auglýsingu í blaði þar sem Nígeríumaður óskaði eftir því að kaupa notaðan farsíma fyrir allt að 3000 danskar krónur, jafnvirði rúmlega 70 þúsund króna.

Manninum virðist hvorki hafa fundist grunsamlegt að Nígeríumaður vildi kaupa danskan farsíma né að hann væri tilbúinn að greiða fyrir hann stórfé. Hann fór á pósthúsið og sendi farsímann sinn til Nígeríu.

Ljóst er að póstkerfið virkar vel því eftir nokkra daga fékk maðurinn bréf þar sem sagði, að síminn væri kominn á áfangastað. Að vísu hefði komið upp smá vandamál því kaupandinn yrði að greiða 1500 danskar krónur til að koma símanum gegnum tollinn. Gæti Daninn nú verið svo vinsamlegur að senda þessa upphæð, sem myndi þá leggjast ofan á kaupverð símans. 

Það gerði Árósabúinn fús. Nokkrum dögum síðar kom annað bréf. 1500 krónurnar hefðu ekki dugað en ef hann væri til í að bæta 2500 krónum við myndi síminn komast gegnum tollinn. 

Enn virtist maðurinn grunlaus og sendi peningana en þegar þriðja bréfið kom þar sem beðið var um 2500 krónur til viðbótar rann upp fyrir Dananum að hann hafði verið hafður að féþúfu. 

Blaðið hefur eftir lögreglu, að maðurinn muni hvorki endurheimta peningana né símann.  

„Við gætum auðvitað sent málið til lögreglunnar í Nígeríu en af reynslu vitum við að það er þýðingarlaust, hefur Jyllands-Posten eftir Poul Fink, lögreglustjóra í Herning. 

Fink segir að svipuð mál hafi áður komið til kasta lögreglunnar. M.a. hafi danskt kærustupar sent B&O sjónvarp til Nígeríu ekki alls fyrir löngu með svipuðum afleiðingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar