Heiðarlegur leigubílstjóri skilaði milljónum

Leigubílar í New York.
Leigubílar í New York. Reuters

Leigubílstjóri frá Bangladess, sem ekur um götur New York borgar, lagði mikið á sig til að finna farþega sem gleymdi mörg þúsund dölum í aftursæti leigubifreiðarinnar.

Læknaneminn Mukul Asadujjaman fann heimilisfang með peningunum og ók um 80 km langa leið til að skila fénu. Enginn var hins vegar heima og því skildi Asadujjaman eftir símanúmer á staðnum. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ítölsk amma hafi átt féð, en hún var í heimsókn í Bandaríkjunum.

Síminn hringdi skömmu síðar og hann sneri við með peningana.

Asadujjaman var heitið fundarlaunum sem hann hafnaði. Hann segist vera strangtrúaður múslími og geti af þeim sökum ekki tekið við verðlaununum.

Gamla konan, Felicia Lettieri frá Pompei á Ítalíu, hafði ásamt fjölskyldu sinni tekið tvo leigubíla á jóladag. Hin 72 ára gamla Lettieri gleymdi veskinu hins vegar í bílnum, en í því voru 21.000 dalir (um 2,6 milljónir kr.), dýrir skartgripir og vegabréf.

Stóra systir Felicu, Francesca Lettieri sem býr á Long Island, segir að leigubílstjórinn hafi algjörlega bjargað fríi fjölskyldunnar.

Asadujjaman sagði í viðtali við dagblað að þrátt fyrir að hann væri fátækur þá væri hann einnig heiðarlegur. „I'm needy, but I'm not greedy,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir