Leikskólabörn reyndu að flýja til Afríku

Það er kalt í Þýskalandi, sem og víðar í Evrópu. …
Það er kalt í Þýskalandi, sem og víðar í Evrópu. Skal engan undra að margir, bæði ungir sem aldnir, séu farnir að hugsa hlýtt til sólarinnar. Þess má geta á skiltinu stendur: „Það er styttra í vorið en þig grunar.“ Reuters

Þrjú leikskólabörn skutu leikskólakennurum, foreldrum sínum og yfirvöldum skelk í bringu þegar þau létu sig óvænt hverfa. Leit hófst að börnunum sem ætluðu að flýja vetrarkuldann í Þýsklandi og fljúga í sólina í Afríku.

Að sögn lögreglu eru börnin á aldrinum fimm til sex ára. Þau létu sig hverfa úr tíma þegar enginn var að fylgjast með, en börnin eru í leikskóla í Nurnberg í Þýskalandi.

Þegar upp komst um flóttann mikla létu kennarar barnanna lögreglu strax vita. Leit hófst þegar í stað og tóku lögreglu- og slökkviliðsmenn þátt í henni. Þá var lögregluþyrla notuð við leitina.

Börnin fundust hins vegar heild á húfi um tveimur klukkustundum síðar. Þau sögðu að þau hefðu ætlað að grípa næstu flugvél til Afríku.

Lögreglan segir að börnin hafi þó viljað koma við á einum stað á leið sinni til Afríku, eða í leikfangaverslun við Trier götu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þýsk börn leika þennan leik. Í janúar í fyrra ætlaði ungt „kærustupar“ að flýja frá Norður-Þýskalandi til Afríku þar sem þau ætluðu að giftast. Pilturinn og stúlkan voru aðeins sex og sjö ára gömul.

Fimm ára gömul systir „brúðarinnar“ var tekin með í leiðangurinn, sem brúðarmey. Lögreglan hafði uppi á þeim og fór með þau heim til mömmu og pabba.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir