Var föst í lyftu í átta daga

Frá Sitges, sem er baðstrandarbær skammt frá Barcelona.
Frá Sitges, sem er baðstrandarbær skammt frá Barcelona. mbl.is/Ómar

Kona sem festist í lyftu í fjölbýlishúsi í Sitges á Spáni, sem er skammt frá Barcelona, þurfti að bíða í átta daga eftir því að verða bjargað. Slökkviliðs- og lögreglumenn komu henni til aðstoðar í gær.

Konan, sem er 35 ára gömul, var með meðvitund en ringluð þegar hún fannst í einkalyftu í húsinu og var hún flutt á sjúkrahús til skoðunar.

Ættingjar konunnar, sem búa í höfuðborginni Madrid, höfðu samband við lögregluna eftir að þeir höfðu ekkert heyrt frá henni. Lögreglumenn fóru í fjölbýlishúsið og heyrðu í konunni kalla á hjálp.

Lögreglan segist ekki vita hvernig konan, sem býr ein, hafi náð að þrauka svona lengi.

Svo virðist sem að lyftan hafi stöðvast vegna rafmagnsbilunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir