Elstu klámbúð heims lokað

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Eitt sinn var versl­un­in Blue Movie við Vester­broga­de í Kaup­manna­höfn stærsta klám­búð heims. Nú hef­ur verið tek­in ákvörðun um að loka versl­un­inni því það er ekki leng­ur arðbært að höndla með þess­ar vör­ur. 

Blaðið Berl­ingske Tidende fjall­ar með nokk­urri eft­ir­sjá um Blue Movie í dag og seg­ir að hluti af menn­ing­ar­arfi heims­ins sé að hverfa þegar búðinni verður lokað 31. mars.  Blaðið seg­ir, að svo best sé vitað sé versl­un­in elsta klám­búð heims og hef­ur verið rek­in í 45 ár. Frá ár­inu 1972 hef­ur versl­un­in verið til húsa í   Vester­broga­de 98.

Versl­un­in hef­ur alla tíð verið í eigu sömu fjöl­skyld­unn­ar og nú­ver­andi eig­andi, Jesper Strauss, tók við rekstr­in­um af föður sín­um. Hann seg­ir við Berl­ingske, að öll fjöl­skyld­an hafi af­greitt í versl­un­inni og sjálf­ur hafi hann starfað þar alla tíð. Því sé þessi niðurstaða afar sorg­leg.

Blaðið seg­ir, að netið, fjár­málakrepp­an, hinin­há húsa­leiga og reiðhjóla­stíg­ar hafi stuðlað að því að versl­un­in bar sig ekki leng­ur. Strauss seg­ir, að viðskipta­vin­irn­ir geti ekki leng­ur lagt bíl­um í ná­grenni versl­un­ar­inn­ar vegna þess að búið sé að leggja reiðhjóla­stíga um allt.

Strauss seg­ir við Berl­ingske, að ef danska þjóðminja­safnið hafi áhuga á ein­hverj­um mun­um hús­búnaði úr versl­un­inni sé því meira en vel­komið að fá e.t.v. nokkra bása þar sem viðskipta­vin­ir geta horft á mynd­bönd. Safnið er m.a. með hass­sölu­borð frá Puscher Street í Kristjan­íu í sýn­ing­ar­sal sín­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur mikil áhrif á fólk sem lítur upp til þín með skoðunum þínum. Horfðu á heildarmyndina. Minnsti neisti að hugmynd er gott upphaf.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant