Forsetakosningar, sem fóru fram í Rúmeníu í desember, voru um margt óvenjulegar. Nú heldur sá, sem tapaði kosningunum, því fram að aðstoðarmenn andstæðings hans hafi truflað sig með neikvæðri hugarorku í mikilvægum sjónvarpskappræðum fyrir kosningarnar.
Mircea Geoana, fyrrum utanríkisráðherra Rúmeníu, heldur því nú fram að Traian Basescu, sem var kosinn forseti landsins, hafi skipað aðstoðarmönnum sínum að beina að honum neikvæðri hugarorku.
„Í kappræðunum 3. desember... var fólk, sem vann fyrir Basescu hægra megin við myndavélarnar... Ég sá það og veit hverjir þettta voru," sagði Geoana við sjónvarpsstöðina Antena 3. Geoana þótti standa sig illa í kappræðunum.
Mihaela Geoana, eiginkona frambjóðandans, sagði við fjölmiðla á laugardag að maður hennar hefði sætt árásum og ekki getað einbeitt sér.Ion Iliescu, fyrrum forseti Rúmeníu, vísaði ásökunum Geoana á bug og sagði þær hjátrú eina.
Viorel Hrebenciuc, aðstoðarmaður Geoana, hefur áður sagt, að það hafi verið samsæri „fjólublás loga" í kosningabaráttunni. Hann sagði að Basescu hefði klæðst fjólubláum fötum til að auka sigurlíkur sínar.
Basescu sigraði naumlega í kosningunum og jafnaðarmannaflokkur Geoana fullyrti að brögð hefðu verið í tafli.