„Björgum Íslendingum"

Stofnuð hefur verið bænaskrá á netinu þar sem hægt er að skrifa undir áskorunina: „Björgum Íslendingum", eða eins og það útleggst á ensku: „Save the people of Iceland". Eru Íslendingar beðnir um að skrifa ekki undir en á þessum vef er hægt að skrifa undir bænaskrár af ýmsu tagi, til að mynda er hægt að styðja við bakið á íbúum Haítí og dýrum af ýmsum stærðum og gerðum.

Segir á vefsíðunni að Ísland geti orðið fyrsta vestræna lýðræðisríkið sem verði þvingað í skuldaþrælahald líkt og þekkist í Suður-Ameríku. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt Hollendingum og Bretum, hafi sameiginlega þvingað Íslendinga til að greiða yfir 3,6 milljarða punda vegna Icesave. Málið sé svo alvarlegt að greiða eigi þjóðaratkvæði um það.

„Íslenska þjóðin þarf á alþjóðlegum stuðningi að halda svo hún telji sem frjálsa af því að greiða atkvæði gegn því að láta hneppa sig í skuldaþrældóm. Ef Ísland fellur þá líður ekki á löngu þar til önnur lönd verði fyrir sambærilegri fjárkúgun.

Alls hafa rúmlega 2.100 einstaklingar ritað undir bænaskjalið en ekki kemur fram hver setti bænaskjalið á netið en væntanlega Íslendingur þar sem þess er getið að þetta sé fyrir þá sem ekki eru Íslendingar en vilji styðja okkur.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar