„Björgum Íslendingum"

Stofnuð hef­ur verið bæna­skrá á net­inu þar sem hægt er að skrifa und­ir áskor­un­ina: „Björg­um Íslend­ing­um", eða eins og það út­leggst á ensku: „Save the people of Ice­land". Eru Íslend­ing­ar beðnir um að skrifa ekki und­ir en á þess­um vef er hægt að skrifa und­ir bæna­skrár af ýmsu tagi, til að mynda er hægt að styðja við bakið á íbú­um Haítí og dýr­um af ýms­um stærðum og gerðum.

Seg­ir á vefsíðunni að Ísland geti orðið fyrsta vest­ræna lýðræðis­ríkið sem verði þvingað í skuldaþræla­hald líkt og þekk­ist í Suður-Am­er­íku. 

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ásamt Hol­lend­ing­um og Bret­um, hafi sam­eig­in­lega þvingað Íslend­inga til að greiða yfir 3,6 millj­arða punda vegna Ices­a­ve. Málið sé svo al­var­legt að greiða eigi þjóðar­at­kvæði um það.

„Íslenska þjóðin þarf á alþjóðleg­um stuðningi að halda svo hún telji sem frjálsa af því að greiða at­kvæði gegn því að láta hneppa sig í skuldaþræl­dóm. Ef Ísland fell­ur þá líður ekki á löngu þar til önn­ur lönd verði fyr­ir sam­bæri­legri fjár­kúg­un.

Alls hafa rúm­lega 2.100 ein­stak­ling­ar ritað und­ir bæna­skjalið en ekki kem­ur fram hver setti bæna­skjalið á netið en vænt­an­lega Íslend­ing­ur þar sem þess er getið að þetta sé fyr­ir þá sem ekki eru Íslend­ing­ar en vilji styðja okk­ur.

Sjá nán­ar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka