Kínverjar byggja súkkulaðiland

Iðnaðarmenn í Peking eru að leggja lokahönd á 20 þúsund fermetra „súkkulaði-ævintýraland“ sem áætlað er að opni almenningi í lok þessa mánaðar. Um er að ræða fimm svæði innandyra og tvö utandýra, með mannháum styttum af fornum kínverskum bardagamönnum og eftirlíkingum af hlutum Kínamúrsins - allt að sjálfsögðu úr súkkulaði.

„Þótt súkkulaði sé ekki jafn vinsælt í Kína og í hinum vestræna heimi, vonumst við til að þetta verði til að auka áhugann á súkkulaði í Kína,“ sagði Zheng Yaoting, forstjóri fyrirtækisins sem rekur súkkulaðilandið, í samtali við Global Times.

Bráðnar í apríl

Börnum verður einnig boðið að spreyta sig í súkkulaðigerð, segja skipuleggjendur verkefnisins sem vonast til að hægt verði að laða að milljón gesti áður en landinu verður lokað í apríl, en þá verður lofthiti orðinn það mikill í Peking að líkur eru á að súkkulaðið bráðni. 

Súkkulaðilandið verður opnað aftur í janúar á næsta ári, og þarf að endurbyggja það frá grunni enda væntanlega ekki mikið heilt eftir eftir sumarið. 

Frá Peking í Kína
Frá Peking í Kína Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir