Kínverjar byggja súkkulaðiland

Iðnaðarmenn í Peking eru að leggja lokahönd á 20 þúsund fermetra „súkkulaði-ævintýraland“ sem áætlað er að opni almenningi í lok þessa mánaðar. Um er að ræða fimm svæði innandyra og tvö utandýra, með mannháum styttum af fornum kínverskum bardagamönnum og eftirlíkingum af hlutum Kínamúrsins - allt að sjálfsögðu úr súkkulaði.

„Þótt súkkulaði sé ekki jafn vinsælt í Kína og í hinum vestræna heimi, vonumst við til að þetta verði til að auka áhugann á súkkulaði í Kína,“ sagði Zheng Yaoting, forstjóri fyrirtækisins sem rekur súkkulaðilandið, í samtali við Global Times.

Bráðnar í apríl

Börnum verður einnig boðið að spreyta sig í súkkulaðigerð, segja skipuleggjendur verkefnisins sem vonast til að hægt verði að laða að milljón gesti áður en landinu verður lokað í apríl, en þá verður lofthiti orðinn það mikill í Peking að líkur eru á að súkkulaðið bráðni. 

Súkkulaðilandið verður opnað aftur í janúar á næsta ári, og þarf að endurbyggja það frá grunni enda væntanlega ekki mikið heilt eftir eftir sumarið. 

Frá Peking í Kína
Frá Peking í Kína Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka