Kínverjar byggja súkkulaðiland

00:00
00:00

Iðnaðar­menn í Pek­ing eru að leggja loka­hönd á 20 þúsund fer­metra „súkkulaði-æv­in­týra­land“ sem áætlað er að opni al­menn­ingi í lok þessa mánaðar. Um er að ræða fimm svæði inn­an­dyra og tvö ut­an­dýra, með mann­há­um stytt­um af forn­um kín­versk­um bar­daga­mönn­um og eft­ir­lík­ing­um af hlut­um Kínamúrs­ins - allt að sjálf­sögðu úr súkkulaði.

„Þótt súkkulaði sé ekki jafn vin­sælt í Kína og í hinum vest­ræna heimi, von­umst við til að þetta verði til að auka áhug­ann á súkkulaði í Kína,“ sagði Zheng Yaot­ing, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sem rek­ur súkkulaðilandið, í sam­tali við Global Times.

Bráðnar í apríl

Börn­um verður einnig boðið að spreyta sig í súkkulaðigerð, segja skipu­leggj­end­ur verk­efn­is­ins sem von­ast til að hægt verði að laða að millj­ón gesti áður en land­inu verður lokað í apríl, en þá verður loft­hiti orðinn það mik­ill í Pek­ing að lík­ur eru á að súkkulaðið bráðni. 

Súkkulaðilandið verður opnað aft­ur í janú­ar á næsta ári, og þarf að end­ur­byggja það frá grunni enda vænt­an­lega ekki mikið heilt eft­ir eft­ir sum­arið. 

Frá Peking í Kína
Frá Pek­ing í Kína Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Niðurstaðan sem þú bíður verður þér í hag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa munu ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Niðurstaðan sem þú bíður verður þér í hag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir