Farið heim og fjölgið ykkur

Suður-kóreskar fjölskyldur sjást hér fagna nýju ári.
Suður-kóreskar fjölskyldur sjást hér fagna nýju ári. Reuters

Suður-kóreskir ríkisstarfsmenn hafa fengið fremur óvenjulegt verkefni. Klukkan sjö í kvöld voru ljósin slökkt í heilbrigðisráðuneytinu og starfsmenn hvattir til að fara heim og búa til börn.

Stefnt er að því að endurtaka leikinn í hverjum mánuði.

Suður-Kóreumenn eru ekki að gera þetta að gamni sínu - kannski að einhverju leyti þó - því fæðingartíðnin í landinu er ein sú lægsta í heiminum. Hún er t.d. lægri en í nágrannaríkinu Japan.

Stjórnvöld hafa sett það í forgang að fjölga nýfæddum börnum, en eftirlaunaþegum fjölgar hratt í landinu. Það hefur í för með sér að fólki á vinnualdri fer fækkandi á meðan heilbrigðiskostnaður rýkur upp, að því er fram kemur á vef BBC.

Heilbrigðisráðuneytið, sem er stundum kallað í gríni hjúskaparmiðlunarráðuneytið, stýrir þessu verkefni. Heilbrigðisyfirvöld eru á greinilega á þeirri skoðun að starfsmenn ráðuneytisins eigi að sýna gott fordæmi.

Embættismenn sem eiga fleiri en eitt barn fá veglega gjafaúttekt. Þá hefur ráðuneytið skipulagt ýmsar uppákomur í þeim tilgangi að ástin muni blómstra meðal ríkisstarfsmanna.

Margir eru hins vegar á því að gera verði meiriháttar breytingar í fjölskyldumálum til að draga úr þeim mikla kostnaði sem fylgi því að eiga og mennta börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup