Farið heim og fjölgið ykkur

Suður-kóreskar fjölskyldur sjást hér fagna nýju ári.
Suður-kóreskar fjölskyldur sjást hér fagna nýju ári. Reuters

Suður-kóreskir ríkisstarfsmenn hafa fengið fremur óvenjulegt verkefni. Klukkan sjö í kvöld voru ljósin slökkt í heilbrigðisráðuneytinu og starfsmenn hvattir til að fara heim og búa til börn.

Stefnt er að því að endurtaka leikinn í hverjum mánuði.

Suður-Kóreumenn eru ekki að gera þetta að gamni sínu - kannski að einhverju leyti þó - því fæðingartíðnin í landinu er ein sú lægsta í heiminum. Hún er t.d. lægri en í nágrannaríkinu Japan.

Stjórnvöld hafa sett það í forgang að fjölga nýfæddum börnum, en eftirlaunaþegum fjölgar hratt í landinu. Það hefur í för með sér að fólki á vinnualdri fer fækkandi á meðan heilbrigðiskostnaður rýkur upp, að því er fram kemur á vef BBC.

Heilbrigðisráðuneytið, sem er stundum kallað í gríni hjúskaparmiðlunarráðuneytið, stýrir þessu verkefni. Heilbrigðisyfirvöld eru á greinilega á þeirri skoðun að starfsmenn ráðuneytisins eigi að sýna gott fordæmi.

Embættismenn sem eiga fleiri en eitt barn fá veglega gjafaúttekt. Þá hefur ráðuneytið skipulagt ýmsar uppákomur í þeim tilgangi að ástin muni blómstra meðal ríkisstarfsmanna.

Margir eru hins vegar á því að gera verði meiriháttar breytingar í fjölskyldumálum til að draga úr þeim mikla kostnaði sem fylgi því að eiga og mennta börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir