Biblíutilvitnanir fjarlægðar af byssusjónaukum

Bandarískur hermaður vopnaður hríðskotariffli með byssusjónaukanum umdeilda.
Bandarískur hermaður vopnaður hríðskotariffli með byssusjónaukanum umdeilda. Reuters

Bandarískur verktaki hefur ákveðið að hætta að hafa Biblíutilvitnanir á byssujónaukum sem hann smíðar fyrir Bandaríkjaher. Fyrirtækið Trijicon, sem er með höfuðstöðvar í Michigan, hefur sett merkingarnar, sem eru í raun tilvitnanir á dulmáli, á sjónaukana í marga áratugi.

Bandaríski hershöfðinginn David Petraeus sagði hins vegar í gær að tilvitnanirnar væru bæði truflandi og áhyggjuefni.

Trijicon selur einnig Áströlum, Bretum og Nýsjálendingum byssusjónauka.

Meðal þess sem stendur á sjónaukunum eru merkingarnar „2COR4:6“ og „JN8:12“ sem eru vísanir í síðar bréfs Páls postula til Kórintumanna og Jóhannesarguðspjall. Þær eru upphleyptar og koma á eftir vörunúmerinu.

Fyrirtækið heitir því að fjarlægja merkingarnar af öllu vörum sem það á eftir að senda Bandaríkjaher. Auk þess muni allar vörur sem fyrirtækið mun framleiða fyrir bandaríska varnarmálaráðuneytið í framtíðinni verða án þessara merkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir