Svindluðu sér í mark

Maraþonhlaup eru vinsæl íþróttagrein.
Maraþonhlaup eru vinsæl íþróttagrein. AP

Að minnsta kosti 30 þátttakendur í maraþonhlaupi í Kína hafa verið dæmdir úr leik fyrir svindl en hlaupararnir styttu sér leið með ýmsu móti. Sumir fengu far með bílum og öðrum ökutækjum og aðrir réðu sér aðstoðarmenn sem hlupu hluta af leiðinni.

Að sögn íþróttamálastofnunar Fujianhéraðs er ástæðan fyrir svindlinu sú, að þeir sem það stunduðu töldu sig eiga betri möguleika á að komast inn í háskóla ef þeir enduðu framarlega í hlaupinu.  

Námsmenn, sem ná góðum tíma fá aukastig á „gaokao", inntökuprófi fyrir kínverska háskóla.

Íþróttamálastofnunin sagði, að öllum þeim, sem urðu uppvísir að svindli hefðu verið vikið úr keppni. Svindlið uppgötvaðist þegar starfsmenn hlaupsins fóru yfir myndir og myndskeið. Auk þess að taka sér far með almenningsvögnum og fá aðra til að hlaupa fyrir sig urðu tveir hlauparar, númer   8892 og 8897 uppvísir að því að hafa fengið þriðja hlauparann, númer 8900, til að hlaupa með sjálfvirka tímaskynjara þeirra yfir marklínuna.  

Um 50 þúsund manns tóku þátt í hlaupinu, sem fór fram 2. janúar en aðeins voru um 200 dómarar. Verður eftirlitið hert á næsta ári.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar