Orðabókin of dónaleg

Orðabækur hafa verið fjarlægðar úr grunnskólum í suðurhluta Kalíforníu eftir að foreldrar kvörtuðu yfir því að skýringar á orðum sem tengjast kynferðismálum væru of berorðar.

Fram kemur á fréttavef Menifee, að 10. útgáfa orðabókarinnar Merriam Webster, sem hafi verið notuð undanfarin ár í 4. og 5. bekk í Menifee Union skólahverfinu, hafi verið fjarlægð úr skólunum vegna þess að ýmsar orðaskýringar í henni séu ekki hentugar fyrir 9 og 10 ára gömul börn.

Þetta var gert eftir að foreldri kvartaði yfir því, að barn hefði lesið skilgreiningu á orðinu munnmökum úr bókinni. Sú skilgreining hljóðar svo: Örvun kynfæra með munni.

Haft er eftir Betti Cadmus, talsmanni skólahverfisins, að verið sé að fara yfir orðabókina og meta hvort banna eigi notkun hennar alfarið í skólunum.  

Þessi ákvörðun hefur valdið misjöfnum viðbrögðum foreldra á svæðinu. Sumir hafa fagnað ákvörðuninni en aðrir hafa lýst áhyggjum og segja að það sé alls ekki slæmt að börn fletti í orðabókinni upp á orðum sem þau heyra á leikvellinum. 

„Einhvers staðar verður að draga mörkin," er haft eftir einum föður.  Hvað ætla þeir að gera næst, banna alfræðiorðabækur vegna þess að þar er fjallað um líkamshluta, svo sem kynfæri?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir