Viskí frá Taívan slær því skoska við

Taívanska Kavalan viskíið fékk bestu einkunn víngæðinga í Skotlandi
Taívanska Kavalan viskíið fékk bestu einkunn víngæðinga í Skotlandi

Víngæðingar sem tóku þátt í blindandi smökkun á nokkrum viskítegundum urðu fyrir vægu áfalli þegar í ljós kom að þeir gáfu taívönsku viskíi hærri einkunn heldur en frægum skoskum og enskum tegundum.

Dagblaðið Times skipulagði bragðsmökkunina, sem fór fram á veitingastaðnum Leith nærri Edinborg. Í umfjöllun blaðsins er smökkuninni lýst sem hrekkjabragði sem hugmyndin kviknaði að þegar nýtt enskt viskí, St. Georges, var sett á markað í nóvember.

Það var einróma mat víngsérfræðinganna  sem tóku þátt í smökkuninni að viskítegundin Kavalan sem er eimuð í Taívan væri sú bragðbesta, en þegar þeir gáfu einkunnir vissu þeir ekki hvaða tegund var hvað. „Guð minn góður," voru viðbrögð vínsérfræðingsins Charles MacLean þegar honum var tilkynnt niðurstaða prófunarinnar. „Það eru hitabeltisávextirnir. Þetta er sulta suðrænna ávaxta."

Kavalan fékk alls 27,5 stig af 40 mögulegum. Í öðru sæti var skoska viskíið Langs, með 22 stig, þá skoska viskíið King Robert með 20 stig og í fjórða sæti enska viskíið St. George með 15,5 stig.

„Asíubúar eru ekki aðeins einhverjir fáguðustu viskíneytendur heims, heldur hafa þeir nú byrjað að eima malt sem hefur í fullu tré við það besta í Skotlandi,“  segir í umfjöllun Times.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar