Nafni á kínversku fjalli breytt í Avatar

Fram kemur í kínverskum fjölmiðlum að þetta fjalli hafi haft …
Fram kemur í kínverskum fjölmiðlum að þetta fjalli hafi haft á landslagshönnum í kvikmyndinni Avatar. Reuters

Fréttir herma að búið sé að breyta nafni á kínversku fjalli og nefna það í höfuðið á kvikmyndinni Avatar. Fullyrt er í kínverskum fjölmiðlum að fjallið hafi haft áhrif á landslagshönnun í myndinni.

Syðri Skýjasúlan í Zhangjiajie, sem er héraðinu Hunan, mun framvegis heita Avatar Halelúja fjall.

Embættismenn í héraðinu segja að ljósmyndir af fjallinu hafi verið notaðar við hönnun ævintýraheimsins Pandoru, sem leikur stórt hlutverk í myndinni.

Avatar er þegar orðin vinsælasta mynd frá upphafi í Kína. Hún hefur þénað yfir 10 milljarða kr. í miðasölunni þar í landi.

Kínverskt dagblað segir að nafni fjallsins hafi verið breytt með formlegum hætti í gær. Það segir að ljósmyndari frá Hollywood hafi heimsótt svæðið árið 2008 og tekið myndir af fjallinu.

Bardagaatriði úr kvikmyndinni Avatar sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um …
Bardagaatriði úr kvikmyndinni Avatar sem hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar