Faldi 44 eðlur í nærbuxunum

Eðla
Eðla Reuters

Þjóðverji sem reyndi að smygla 44 lifandi gecko og skink eðlum burt frá Nýja-Sjálandi hefur verið dæmdur í 12 vikna fangelsi. Maðurinn, Hans Kurt Kubus, faldi eðlurnar í nærbuxunum sínum.

 Í réttarhöldunum var það rakið hvernig Kubus, sem er 58 ára gamall, greip til þess ráðs að sauma vasa innan á nærfötin sín til að fela hin friðuðu skriðdýr og komast þannig óséður með þau í gegnum flugvöllinn. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi telja að hann hefði getað selt eðlurnar fyrir allt að 2.000 dollara stykkið, eða 236 þúsund íslenskar krónur.

Kubus játaði því að hafa veitt eðlurnar, en hann sagðist aðeins hafa ætlað þær í einkasafnið sitt, en ekki til sölu. Dómarinn, Colin Doherty, sagði að hann hefði vísvitandi farið ránshendi um náttúru Nýja-Sjálands og misst stjórn á sér.

Kubus hafði saumað 8 vasa í nærfötin sín þar sem hann skyldi eðlurnar að eftir tegund og hafði alls pláss fyrir 24 gecko eðlur og 20 skink eðlur.  Saksóknari dýraverndunar sagði að glæpur Kubus væri „sá alvarlegasti sinnar tegundar sem komist hefði upp um á Nýja-Sjálandi í áratug eða lengur."

„Þetta er svona svipað því og að stela ættarsilfrinu," segir hann.

Auk fangelsisdómsins var Kubus sektaður um 5.000 nýsjálenska dollara og verður sendur úr landi um leið og hann hefur setið af sér dóminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar