Hópur fólks í bænum Sigulda í Lettlandi hefur ekki látið sér leiðast í vetrarkuldanum. Það hefur búið til sjö metra háan snjókarl, sem þau telja að sé sá hæsti í heimi.
Hugmyndin að snjókarlinum kviknaði þegar bæjaryfirvöld stóðu frammi fyrir því verkefni að velja tákn fyrir vetrarleika, sem eru framundan í bænum.
Listamaðurinn Elmars Gaigalnieks, sem er einn þeirra sem bjuggu til Snæfinn, segist hafa heyrt af því að fimm metra hár snjókarl hefði verið búinn til í New York í Bandaríkjunum. Hann vildi gera gott betur og á endanum varð til sjö metra hár brosmildur karl með gulrótarnef og hatt.