Gert að greiða vísunda í sekt fyrir hjúskaparbrot

Vísundar
Vísundar Reuters

Dómstóll í Malasíu hefur dæmt karlmann og konu til þess að greiða fjóra vísunda og svín í bætur eftir að þau voru fundin sek um hjúskaparbrot, að því er fram kemur í blaðinu Star. Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Parið var dæmt í héraðsdómi í Penampang á eyjunni Borneu en eiginkona mannsins lagði fram kæru á hendur honum og konunni á síðasta ári.

Hafði hún komið að eiginmanninum þar sem hann var á stuttbuxum á öðru heimili þeirra. Ekki nóg með það heldur hafi hann verið þar með konu sem var klædd í sarong (efnisvafningur sem er algengur til notkunar sem pils í Malasíu og Indónesíu). Hafnaði dómarinn þeirri skýringu „parsins" að þau væri bara góðir vinir.

Sagði dómarinn, William Sampil, að miklar líkur væru á því að þau ættu í ástarsambandi er hann kvað upp dóm yfir þeim á föstudag.

Var þeim gert að afhenda héraðsstjórninni búfénaðinn, en hann er metinn á rúmar 240 þúsund krónur, fyrir brot sitt. Jafnframt var þeim gert að greiða fésekt.

Sarong sem notaður er á baðströndum í Asíu.
Sarong sem notaður er á baðströndum í Asíu.
Lengri gerðin af sarong
Lengri gerðin af sarong
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka