Gert að greiða vísunda í sekt fyrir hjúskaparbrot

Vísundar
Vísundar Reuters

Dóm­stóll í Malas­íu hef­ur dæmt karl­mann og konu til þess að greiða fjóra vísunda og svín í bæt­ur eft­ir að þau voru fund­in sek um hjú­skap­ar­brot, að því er fram kem­ur í blaðinu Star. Frétta­vef­ur BBC grein­ir frá þessu.

Parið var dæmt í héraðsdómi í Penampang á eyj­unni Borneu en eig­in­kona manns­ins lagði fram kæru á hend­ur hon­um og kon­unni á síðasta ári.

Hafði hún komið að eig­in­mann­in­um þar sem hann var á stutt­bux­um á öðru heim­ili þeirra. Ekki nóg með það held­ur hafi hann verið þar með konu sem var klædd í sarong (efn­is­vafn­ing­ur sem er al­geng­ur til notk­un­ar sem pils í Malas­íu og Indó­nes­íu). Hafnaði dóm­ar­inn þeirri skýr­ingu „pars­ins" að þau væri bara góðir vin­ir.

Sagði dóm­ar­inn, William Samp­il, að mikl­ar lík­ur væru á því að þau ættu í ástar­sam­bandi er hann kvað upp dóm yfir þeim á föstu­dag.

Var þeim gert að af­henda héraðsstjórn­inni bú­fénaðinn, en hann er met­inn á rúm­ar 240 þúsund krón­ur, fyr­ir brot sitt. Jafn­framt var þeim gert að greiða fé­sekt.

Sarong sem notaður er á baðströndum í Asíu.
Sarong sem notaður er á baðströnd­um í Asíu.
Lengri gerðin af sarong
Lengri gerðin af sarong
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant