Netherferð til að bjarga bankamanni

Herferð er hafin á netinu til að koma í veg fyrir að ástralskur bankamaður, sem sást í beinni sjónvarpsútsendingu skoða myndir af nakinni fyrirsætu, verði rekinn úr starfi.

Breski vviðskiptavefurinn Here Is The City News stendur fyrir herferðinni Save Dave til stuðnings David Kiely, starfsmanni ástralska bankans Macquarie sem er sagður eiga atvinnumissi yfir höfði sér. Þá hafa margir hópar til stuðnings Kiely verið stofnaðir á Facebook.  

Kiely sló í gegn á netinu eftir að myndskeið birtist á YouTube þar sem hann sást skoða myndir af áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr á meðan félagi hans tjáði sig fjálglega um vaxtamál í beinni sjónvarpsútsendingu. Í lok útsendingarinnar sést Kiely snúa sér við, að því er virðist undrandi, og þá sér hann sjónvarpsvélina.

Fram kemur komið, að Kiely hafi verið boðaður á fund hjá yfirmönnum sínum á morgun þar sem ræða á framtíð hans hjá bankanum.  

Að sögn breska útvarpsins BBC hafa birst fréttir um, að Kiely kunni að hafa verið fórnarlamb hrekkjalóma. Hann hafi fengið sendan tölvupóst með myndunum og opnað hann í sakleysi sínu. Honum hafi síðan verið sagt að snúa sér við. 

Málið hefur einnig aukið áhuga á Kerr, sem er 26 ára gömul áströlsk fyrirsæta.  Leit að nafni hennar hefur aukist um 100% á Google eftir að myndskeiðið birtist á YouTube. 

Myndskeiðið á YouTube

Miranda Kerr, alklædd.
Miranda Kerr, alklædd.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar