Hálfnaktar konur mótmæla í Úkraínu

Femin-konurnar í Kænugarði í morgun.
Femin-konurnar í Kænugarði í morgun. Reuters

Fjórar ungar konur, berar að ofan, ruddust inn á kjörstað í Kænugarði í Úkraínu í dag og vildu mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Síðari umferð forsetakosninga stendur nú yfir í Úkraínu þar sem kosið er á milli Julíu Timosjenkó og Viktors Janúkóvítsj.

Konurnar, sem eru félagar í samtökum femínista, sem nefnast Femen, ruddust inn á kjörstaðinn skömmu áður en til stóð að Janúkóvítsj kæmi þangað til að kjósa. Umrædd samtök hafa vakið athygli á sér í Úkraínu fyrir óvenjulegar mótmælaaðgerðir.

„Hættið að nauðga lýðræðinu," hrópuðu konurnar. Þær héldu á spjöldum þar sem m.a. stóð: Hjálp! Nauðgun! Þær voru aðeins klæddar í gallabuxur og með grænt límband yfir brjóstvörtunum.   

Konurnar sögðu við blaðamenn að þær væru að mótmæla endalokum lýðræðis í Úkraínu og þau mótmæli beindust ekki sérstaklega að forsetaframbjóðendunum.   

Félagar í Femen eru flestir háskólanemar. Femen-konur vöktu alþjóðlega athygli í sumar þegar þær stóðu fyrir mótmælum gegn kynlífsiðnaði í Úkraínu í miðborg Kænugarðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Sögur, slúður og dramatík gera vart við sig í fjölskyldulífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sarah Morgan
3
Jenny Colgan
4
Sofia Rutbäck Eriksson
Loka