Sekt fyrir drepa og éta rottu

Gino D'Acampo er ekki matvandur maður.
Gino D'Acampo er ekki matvandur maður.

Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur verið sektuð um rúmlega 1.600 pund fyrir að hafa sýnt mann drepa og éta rottu.  Drápið var sýnt í þættinum I'm A Celebrity... Get Me Out of Here!

Sjónvarpsstöðin var sektuð á grundvelli þess að illa hafi verið farið með dýr. „Dýrið var drepið fyrir sjónvarpsþátt. Það er ekki viðeigandi,“ sagði talsmaður dýraverndunarsamtaka í Ástralíu.

Talsmaður ITV baðst afsökunar á þessu atriði í þættinum. Þarna hefðu átt sér stað mistök. Sjónvarpsstöðinni hafi ekki verið ljóst að dráp á rottunni væri brot á lögum í New South Wales.

Það var Gino D'Acampo sem drap og át rottuna, en hann sigraði í þættinum I'm A Celebrity... Get Me Out Of Here!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson