Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur verið sektuð um rúmlega 1.600 pund fyrir að hafa sýnt mann drepa og éta rottu. Drápið var sýnt í þættinum I'm A Celebrity... Get Me Out of Here!
Sjónvarpsstöðin var sektuð á grundvelli þess að illa hafi verið farið með dýr. „Dýrið var drepið fyrir sjónvarpsþátt. Það er ekki viðeigandi,“ sagði talsmaður dýraverndunarsamtaka í Ástralíu.
Talsmaður ITV baðst afsökunar á þessu atriði í þættinum. Þarna hefðu átt sér stað mistök. Sjónvarpsstöðinni hafi ekki verið ljóst að dráp á rottunni væri brot á lögum í New South Wales.
Það var Gino D'Acampo sem drap og át rottuna, en hann sigraði í þættinum I'm A Celebrity... Get Me Out Of Here!