Gordon Brown skiptir KitKat út fyrir banana

„10 súkkulaðifingur á dag!
„10 súkkulaðifingur á dag!" Gæti Gordon Brown verið að segja, en sannleikurinn er sá að hann ætlar að reyna að draga úr Kit Kat neyslunni. Pool

BBC greinir frá því í dag að Gordon Brown forsætisráðherra reyni nú að beita sjálfan sig hörðu og venja sig af ósiðum í mataræðinu fyrir komandi kosningar. Sennilega vill Brown missa nokkur kíló til að reyna að bæta kjörþokkann og ætlar hann því að láta af þeim vafasama sið að borða heil 4 Kit Kat súkkulaðistykki á dag. Í staðinn ætlar hann að borða banana.

Kit Kat er mest selda súkkulaði í Bretlandi og á heimsvísu eru að meðaltali  47 slík súkkulaðistykki borðuð á hverri sekúndu. Ekki er það Gordon Brown sem rennir þeim öllum niður en Kit Kat hefur þó lengi verið uppáhalds snarl forsætisráðherrans og fellur hann auðveldlega í freistingu þegar súkkulaðifingurnir eru annars vegar. BBC segir hinsvegar að eiginkona hans hafi loks sett honum stólinn fyrir dyrnar og krefjist þess að hann tileinki sér heilsusamlegra líferni.  

Talsmaður forsætisráðuneytisins vill ekki staðfesta lífstílsbreytingu Brown en segir þó að eitthvað sé á reiki hversu mörg súkkulaðistykki hann innibyrði allajafna á degi hverjum. Hann bætir því auk þess við að bananar stuðli sannarlega að „góðri heilsu og útgeislun".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson